sunnudagur, janúar 27

dust in the wind

fyrsta bloggið árið 2008
en dramatíkst.. eða kannski ekki.
ég var búin að skrifa heljarinnar færslu um daginn en afþví að fokkans nettengingin okkar er hjá fokkans Vodafone þá hvarf öll færslan sem og internetið. með öllu óþolandi.
margt og mikið er í fréttum fyrir þá sem forvitnir eru og lesa enn þrátt fyrir bloggletina mína.
ég hérmeð lofa að bæta úr upplýsingaflæðinu, sérstaklega í ljósi þess að ég hitti fólk minna til að slúðra..

að hverfisgötu 105 hefur bæstí heimilið karlmaður. rauðhaus nánar tiltekið. jábbs það er opinbert, hemmi er fluttur inn til okkar stelpnanna. hann er eini karlmaðurinn sem fær að sjá behind the scenes á lífstíl daggana. sambýlingurinn hefur formlega verið vígður með heilum degi í despó maraþon (desperate housewifes). ekkert út í heilan dag heldur bara glápa. hann er meira að segja dottinn inn í söguþráðinn og... farinn að digga þáttinn!
geri aðrir betur!
sambúð okkar þremenninga gengur bara nokkuð vel. hann vaskar upp og þrífur það sem ég ætti að þrífa og ég elda matinn og læt renna í bað.. sem og að tæma hillu í fataskápnum mínum. jóna sér svo um skemmtanir og matarinnkaup. gengur eins og í lítilli sögu.
nema hvað.
það er eitthvað vesen með leiguna en við lokum bara augunum og krossum fingurnar og vonum að þetta reddist allt saman; gerir það ekki oftast?

annað í fréttum er ræktin, ég er í Baðhúsinu með jónu og hrafnhildi vinkonu hennar. við púlum og púlum amk tvisvar í viku en í næstu viku fer það alveg upp í fimm eða sex skipti í viku. það er komin harka í stelpurnar og matarprógram sem inniheldur engar mjólkurvörur eða brauð eftir kl.15 á daginn og fullt af prótein sjeikum. og já. nýr maður í okkar lífi.
Mr.Kojak.
"thats my girls; does it burn?; you can do it girl, i know you can"
ohh já hann hvetur okkur áfram á sömu mínútunni og hann skipar okkur í armbeygjur og boxa með vinstri og sparka með hægri. magnaður andskoti.
næstu fimm vikurnar fara í ræktina, heavy. alltaf alla daga. ræktin.
það er nýtt. sigga í ræktinni.
spyrjum að leikslokum.

hmmmhvað annað er uppi...?
mamma og pabbi fluttu í kefl.city og eyddum ég og hermann helginni í að hjálpa þeim og gistum nóttina í bílarúmi átta ára bróðurs míns, öðruvísi en skemmtilegt engu að síður.

það er eitthvað svo langt síðan ég hef bloggað, ég er bara úr æfingu..

á föstudaginn hittist sálfræðihópurinn mínus vala sem er flutt til malasíu. mikið var hlegið og haft gaman og borðað og rætt um framhaldsnám. hrollur. framhaldsnám. ég á að vera skoða það á fullu núna en bara kem mér ekki almennilega af stað. þetta er ekkert smá leiðinlegt allt saman. svo er ég að fá kvíðakast yfir einkunum og TOEFL prófinu og gvuð forði mér frá GMAT og GRE. en já skoða og skoða og skoða. og bera saman verð, maður verður að sjopp around sérstaklega þegar þetta er fjárfesting sem hleypur á milljónum... pælingar sem eru bara aldrei upplífgandi. kennsluréttindin í HÍ fara að hljóma nokkuð vel í þessu öllu saman...

þurfum að flytja í apríl, veit einhver um íbúð sem við getum farið í? þrímenningarnir stefna á að halda sambúðina út árið...

ég kann vel við að vera plús einn. mér finnst það skemmtilegt. í gær keyrðum við um reykjanesið og tókum myndir og skoðuðum eyðibýli. það virðist nefnilega vera samskonar eldavél í öllum eyðibýlum sem við skoðum, þau eru orðin alveg all nokkur skal ég segja þér. alltaf svona töff gamaldagseldavél. við sáum íbúð til sölu á laugaveginum um daginn sem var með alveg eins eldavél og ég leit á það sem tákn um að við ættum að fara fjárfesta...
reyndar verður 2008 sparnaðarárið mikla þar sem útrás er málið 2009.
get ekki sagt meira um það að sinni.

ég sagði einhvern brandara í þarseinustu viku um margin call og markaðinn við einhverja miðlara og þeir höfðu ekki húmor fyrir því. ég sjálf skildi ekki brandarann sem ég bjó til en hann var víst eitthvað nasty og erfiður fyrir menn sem eru búnir að tapa milljörðum. hmmm. ég get ekki sagt að ég skilji þetta allt saman en ég veit að þetta hafði áhrif á peningamarkaðssjóðinn minn og það var ekki gott. bric virtist þó ganga ágætlega. brasilía rússland kína og indland eru greinilega ekki að finna fyrir subprime bna...
fólkið í vinnunni minni álítur mig kommúnista og rauðsokku. við fíaskóið í ráðhúsinu í vikunni þá spurði samstarfsfélagi minn hvort hann ætti að keyra mig niður í bæ svo ég gæti hitt vinkonur mínar og tekið virkan þátt... ekki svo gott. en ég er talin öðruvísi. á alla vegu.
á hverjum einasta morgni er ég spurð hvort ég hafi í alvörunni labbað í vinnuna.
newsflash, þeir sem eiga ekki bíl og búa frekar nálægt vinnunni labba þangað. kræst.
rendar lenti ég í vandræðalegu lyftu atviki með forstjórum kappafling þar sem ég fékk tourette og fannst ég neydd til að segja þeim að ég labbaði í vinnuna.
vandræðalegt er ekki orðið til að lýsa því.
sérstaklega þegar ég hitti þá á bílaplaninu að fara inn í bíl sem vinnan á..
spurning hvort ég verði ekki bara kölluð í smá one on one viðtal bráðlega.
pæling.

ég er enn ekki hrifin af djamminu. mér finnst það innantómt og leiðinlegt og asnalegt. fór reyndar í póker í seinustu viku með vinnufélögunum og það var mjög skemmtilegt. bærinn hinsvegar varð það ekki og klárlega mistök að koma þar við, skilur lítið sem ekkert eftir sig. ég er reyndar að hallast á að drykkja geri það líka. sigga templari. reyndar bannar kojak drykkju svo þetta verður tveggja mánaða tilraun hjá mér. býst ekki við mikilli breytingu þar sem ég er lítið partíljón fyrir en hrifin af einu og einu hvítvínsglasi...
póker er skemmtilegur, sérstaklega texas hold´em, ætti maður að fara hóa til spilakvölds?

ég átti hinn fullkomna para sunnudag seinustu helgi. þetta var svona sunnudagur sem ég hef oft átt ein og óskað þess að ég myndi kynnast strák sem myndi vilja eyða deginum svona með mér. við byrjuðum á keleríi og svo göngutúr niður í bæ og niður á tjörn. við fórum í hafnarhúsið á sýningar og á borgarbókasafnið, skoðuðum matseðla á veitingahúsum sem mig langar að prófa, fengum okkur burger og sjeik á búllunni og enduðum svo í bókabúð að skoða ferðabækur og hripa niður lönd sem okkur langar til..
yndislegt alveg.
gerist bara varla betra en svo.

hver einasta helgi hefur verið plönuð frá áramótum. skrýtið hvað helgarnar eru fljótar að fyllast þegar maður á kærasta. skemmtilegt en skrýtið. allt í einu er heil önnur fjölskylda og vinahópur sem þarf að sinna. kynlegt.
fórum á JesusChristSuperstar, gvuðminn, segji ég eins og sonja vinkona mín. Þetta var eins og MH sýning hjá fyrsta árs nemum í leiklist og gælu hljómsveitinni þeirra. Ég gekk út með hroll og bannaði fólki sem ég þekki að kaupa sér miða.
Til að jafna mig eftir þessa leiðinlegu útfærslu á sígildu verki þá fór ég að sjá Ræðismannsskrifstofunna og það var bara allt annað en allt sem ég hef séð enda á bullísku! Helga Braga og Birgitt og Ilmur a brjóstunum og Hilmir snær á nærbrókunum..
ég fór með bros á vör og hlátur í hjarta. skemmtilega öðruvísi sýning.
nú er bara Ívanoff næst, ætla athuga með Eika löggu og Elsu mína...

frúin er á heimleið úr vinnu og ætlum við að halda áfram í despó maraþoninu.
hemmi er líka farinn að lesa bóndadagsgjöfina sína og það er ágætis vísbending um að honum vanti smá ást frá stelpunni.

ég þrái sól. ég þrái tan. ég þrái útlönd. ég þrái komment.

siggadögg
-sem er innilega og yfir sig ástfangin af rauðhausnum-

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

tan er ofmetið. Sunproof 50 er málið.
A.

Nafnlaus sagði...

jibbí, loksins kom nýtt blogg frá þér:)

Nafnlaus sagði...

stelpan er mætt og tvíefld!
:)